145. löggjafarþing — 24. fundur,  21. okt. 2015.

beiðni um umræðu um afnám verðtryggingar.

[15:55]
Horfa

Björn Leví Gunnarsson (P):

Forseti. Ég lagði fram í dag ásamt öðrum þingmönnum Pírata frumvarp til laga um breytingu á lögum um þingsköp Alþingis, þar sem segir m.a.:

„Tillögu um vantraust á ríkisstjórn eða ráðherra skal þó setja á dagskrá þingfundar svo fljótt sem auðið er og eigi síðar en tveimur nóttum eftir útbýtingu hennar nema samkomulag um annað sé á milli þingflokka.“

Einnig segir:

„Fjórðungur þingmanna getur farið fram á að atkvæðagreiðsla um tillögu um vantraust á ríkisstjórn eða ráðherra verði leynileg. Við atkvæðagreiðsluna merkir hver þingmaður við „já“ eða „nei“ á atkvæðaseðli eða skilar auðu.“

Leggi menn eigin skilning í það hvers vegna ég vek athygli á þessu frumvarpi.