145. löggjafarþing — 24. fundur,  21. okt. 2015.

alþjóðleg þróunarsamvinna Íslands o.fl.

91. mál
[17:35]
Horfa

Björn Leví Gunnarsson (P) (andsvar):

Forseti. Ég þakka fyrir fróðlega yfirferð á sögu ÞSSÍ og heldur stutta, það þyrfti örugglega aðeins lengri tíma til þess að fara vel yfir hana.

Ég minntist á 0,7% af vergri landsframleiðslu. Ég var að velta fyrir mér líka hvaða svipaðar stofnanir væru í rauninni með svo mikið fjármagn sem væri ekki verið að leggja niður. Af hverju ættu þær stofnanir ekki að fara inn í ráðuneyti? Þær eru náttúrlega með mikla fjármuni, en það þarf mikla sérþekkingu til þess að valda svona stóru verkefni með svona miklum fjármunum. Mér finnst augljóst að hafa sérstaka stofnun fyrir slík verkefni til þess að halda sérfræðiþekkingunni mjög einangraðri frá pólitískum áhrifum.