145. löggjafarþing — 24. fundur,  21. okt. 2015.

alþjóðleg þróunarsamvinna Íslands o.fl.

91. mál
[17:58]
Horfa

Ásta Guðrún Helgadóttir (P) (andsvar):

Virðulegi forseti. Mig langar fyrst til að þakka hv. þingmanni fyrir mjög skelegga ræðu og góða útlistun á þessu. Ef ég skildi hv. þingmann rétt þá telur hún tvímælalaust að þróunarsamvinnunni sé betur borgið innan sérstakrar stofnunar þar sem það eykur gegnsæi og minnkar líkur á pólitísku ívafi. Nú man ég eftir fyrri umræðunni og það er rétt, sem hv. þingmaður segir, að svörin eru ekki nógu góð sem við höfum fengið og við höfum náð að svara þeim nokkuð vel. Hver heldur hv. þingmaður að sé í raun tilgangurinn með þessu máli? Ég sé það einhvern veginn ekki sjálf. Ég sé ekki alveg hvað er eiginlega að gerast. Mig langar að vita hvort hv. þingmaður getur útskýrt það nánar fyrir mér.