145. löggjafarþing — 24. fundur,  21. okt. 2015.

alþjóðleg þróunarsamvinna Íslands o.fl.

91. mál
[18:00]
Horfa

Ásta Guðrún Helgadóttir (P) (andsvar):

Forseti. Það er mjög áhugavert sem hv. þingmaður kemur fram með, að þetta sé eina fagstofnun ráðuneytisins. Ég vissi það ekki áður, það er mjög gott að það komi fram og sér í lagi í ljósi þess að verið er að draga einu fagstofnun ráðuneytisins inn í ráðuneytið aftur. Liggja samstarfsörðugleikar að baki? Getur verið að um samstarfsörðugleika sé að ræða, að ráðuneytið kunni hreinlega ekki að vinna með stofnunum sem eru undir þess stjórn?