145. löggjafarþing — 25. fundur,  22. okt. 2015.

dagskrá næsta fundar.

[10:33]
Horfa

Forseti (Einar K. Guðfinnsson):

Eins og tilkynnt var á þingfundi í gær hefur forseta Alþingis borist dagskrártillaga, svohljóðandi:

„Við undirrituð gerum tillögu um, með vísan í 1. mgr. 77. gr. þingskapalaga, að fyrstu mál á dagskrá næsta fundar verði eftirfarandi liðir:

1. Óundirbúnar fyrirspurnir.

2. Sérstök umræða, kl. 12.00, um verðtrygginguna og stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar. Málshefjandi verði Sigríður Ingibjörg Ingadóttir og til svara verði forsætisráðherra.

3. Alþjóðleg þróunarsamvinna Íslands o.fl. (aukin skilvirkni, skipulag, Þróunarsamvinnustofnun Íslands), stjfrv. (utanrrh.), 91. mál, þskj. 91, nál. 285 og 299. — Frh. 2. umr.

4. Gjaldtaka á ferðamannastöðum, sérstök umræða kl. 13.30. Málshefjandi Ögmundur Jónasson, til svara iðnaðar- og viðskiptaráðherra.

5. Greining á sameiginlegum ávinningi að vestnorrænum fríverslunarsamningi og vestnorrænu viðskiptaráði, þáltill. (ÍVN), 75. mál, þskj. 75. — Fyrri umr.

6. Langtímastefna fyrir samgöngur og innviði á Vestur-Norðurlöndum, þáltill. (ÍVN), 76. mál, þskj. 76. — Fyrri umr.

7. Samstarf við Grænland og Færeyjar um sjávarútvegsmál, þáltill. (ÍVN), 77. mál, þskj. 77. — Fyrri umr.“

Undir þetta skrifa hv. þingmenn Helgi Hjörvar, Svandís Svavarsdóttir, Helgi Hrafn Gunnarsson og Páll Valur Björnsson.