145. löggjafarþing — 25. fundur,  22. okt. 2015.

dagskrá næsta fundar.

[10:48]
Horfa

Guðlaugur Þór Þórðarson (S) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Ég er búinn að fylgjast spenntur með málflutningi hv. stjórnarandstæðinga. Ég held að það sé komið heilt bretti af hv. stjórnarandstæðingum hingað upp til að reyna að útskýra af hverju þeir fara með þessa tillögu sem þingreyndustu menn segja mér að sé fordæmalaus. (Gripið fram í.) Eins og allir hv. þingmenn veit ég að það eru náttúrlega margar leiðir til að ræða þessi mál við hæstv. forsætisráðherra og ræða þessi mál almennt, sem eru auðvitað mjög mikilvæg, en menn kjósa samt sem áður að taka tíma þingsins í þetta.

Maður hlýtur að spyrja sig: Af hverju? Gæti skýringin verið sú að hér sé um að ræða nýja tegund af málþófi út af lið nr. 2 á dagskránni? Gæti það verið og væri ekki nær að menn reyndu að útskýra mál sitt í því skrýtna máli í staðinn fyrir að fara í þennan leikaraskap, eins og hv. þm. Össur Skarphéðinsson kallaði áðan? Þetta (Forseti hringir.) hjálpar ekki þingstörfunum.