145. löggjafarþing — 25. fundur,  22. okt. 2015.

dagskrá næsta fundar.

[10:50]
Horfa

Heiða Kristín Helgadóttir (Bf) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegur forseti. Ég hef ekki alveg skilning á því sem fer hér fram. Ég er með kvíðahnút í maganum og mér finnst allir hlæja einhverjum taugaveiklunarhlátri hérna. Ég skil þessa samkomu og þennan sal þannig að við eigum að vera að ræða þau mál sem eru brýn og mikilvæg fyrir samfélag okkar og ég verð að segja að það eru mér gríðarleg vonbrigði að upplifa það að finnast eins og hæstv. forsætisráðherra vilji ekki ræða við þingið. Það getur vel verið að honum finnist við öll ofboðslega óþolandi og leiðinleg, en það er hlutverk hans að eiga í samtali við okkur. Hv. þm. Birgir Ármannsson sagði áðan að það væru margar leiðir fyrir þingmenn til að eiga í samskiptum við ráðherra og aðra þingmenn og hér væri hægt að taka til ýmissa ráða ef samningar næðust ekki um ákveðna liði. Ég er með spurningu inniliggjandi um mjög mikilvæg mál, finnst mér persónulega, (Forseti hringir.) til hæstv. forsætisráðherra sem ég hef ekki fengið svar við. Ég hef ekki fengið neinar (Forseti hringir.) meldingar um að það sé á leiðinni (Forseti hringir.) eða að því hafi verið frestað eða neitt. (Forseti hringir.) Ég verð að viðurkenna að það er eins og að vera í einhverri súrrealískri hjónabandsráðgjöf að vera hérna inni með fólki sem hatar hvert annað.