145. löggjafarþing — 25. fundur,  22. okt. 2015.

dagskrá næsta fundar.

[10:54]
Horfa

Helgi Hrafn Gunnarsson (P) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Ég vildi nefna það í ljósi orða hv. 2. þm. Reykv. s., Vigdísar Hauksdóttur, að það hefur margsinnis verið kvartað undan því á þingflokksformannafundum að þessi umræða eigi sér ekki stað. Sömuleiðis verð ég að velta fyrir mér hvers vegna í ósköpunum hæstv. forsætisráðherra sé ekki spenntur fyrir því að tala um þetta. Ef ég yrði spurður út í þjóðaratkvæðagreiðslur eða aukið gegnsæi, eitthvað því um líkt, yrði ég spenntur. Ég mundi helst sjálfur vilja standa fyrir þeirri umræðu eða taka sem mestan þátt í henni, miklu frekar en að varpa þeirri umræðu á ráðherra í öðrum flokki sem talaði ekkert um slíkt í sinni kosningabaráttu.

Mér þykir þessi atburðarás segja meira en hugsanlega orðin sem féllu í umræðunni sjálfri, því miður.

Hvað varðar ummæli hv. 4. þm. Reykv. s., um að hér sé eitthvert málþóf í gangi, er til einföld lausn á því að hætta málæðinu og hún er að hlusta af og til.