145. löggjafarþing — 25. fundur,  22. okt. 2015.

dagskrá næsta fundar.

[10:55]
Horfa

Helgi Hjörvar (Sf) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegur forseti. Hv. þm. Vigdísi Hauksdóttur er margt til lista lagt og nú er hún farin að greina frá því hvað samþykkt var á fundum þingflokksformanna sem hún þó situr ekki. Það er auðvitað með öllu rangt að neitun forsætisráðherra hafi með einhverjum hætti verið samþykkt af þingflokksformönnum. Það er nauðsynlegt að upplýsa hér að forsætisráðherra birti í janúar 2014 skýrslu um verðtrygginguna og þá þegar var óskað eftir því á fundi þingflokksformanna að hann flytti þá skýrslu munnlega í þinginu. Hann varð ekki við því þá í janúar, ekki febrúar, ekki mars, ekki apríl, ekki maí. Þingveturinn eftir setti Sigríður Ingibjörg Ingadóttir fram beiðni um sérstaka umræðu í febrúar. Hann varð ekki við henni í febrúar, mars, apríl, maí, júní. Enn á ný var beiðnin sett fram í september og október. Nú eru að verða liðin nærfellt tvö ár þar sem við höfum reynt málefnalega á fundum þingflokksformanna með forseta að fá hæstv. forsætisráðherra til að skipta um skoðun. Það er þess vegna algert neyðarúrræði að gera Alþingi þá skömm (Forseti hringir.) til að þurfa að flytja þessa dagskrártillögu hér. En það er sannarlega ekki fordæmalaust að dagskrártillögur séu fluttar á Alþingi. Þeir þekkja lítið (Forseti hringir.) til þingsögunnar sem því halda hér fram í ræðustóli.