145. löggjafarþing — 25. fundur,  22. okt. 2015.

dagskrá næsta fundar.

[11:14]
Horfa

Róbert Marshall (Bf) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Það er greinilegt að það er að koma landsfundur hjá Sjálfstæðisflokknum. Mjög ánægjulegt að sjá að menn eru farnir að hita upp fyrir átökin.

Það er auðvitað rétt sem hv. þm. Björn Leví Gunnarsson segir hér í ræðu sinni. Af hverju tekur hæstv. forsætisráðherra ekki til máls um þessa atkvæðagreiðslu? Það er hægt að eyða flestum misskilningi og úlfúð á milli fólks með því að tala saman. Er ekki besta leiðin til þess að útskýra nákvæmlega hvar málið liggur? Af hverju er þetta svona erfitt? Ég tala nú ekki um hjá hæstv. forsætisráðherra sem er líklega sá forsætisráðherra í sögu Íslands sem oftast er misskilinn, sem oftast er snúið út úr fyrir, sem hvað oftast hefur þurft að koma í fjölmiðla og útskýra hvað hann nákvæmlega átti við og hvernig snúið hefur verið út úr orðum hans, sem hefur bara verið skilinn rétt í ræðu sem hann flutti í ræðu í New York einhvern tímann um loftslagsmál. Þar misskildi hann enginn. (Forseti hringir.) Af hverju kemur hæstv. forsætisráðherra ekki bara hér upp og útskýrir (Forseti hringir.) hvað er verið að gera í þessu (Forseti hringir.) stefnumáli? Hvað er hann að gera í því?