145. löggjafarþing — 25. fundur,  22. okt. 2015.

dagskrá næsta fundar.

[11:19]
Horfa

Lilja Rafney Magnúsdóttir (Vg) (um atkvæðagreiðslu):

Herra forseti. Stjórnarmeirihlutinn undrar sig á þessari uppákomu og kallar hana ýmsum nöfnum en menn gætu verið lausir við svona uppákomur ef hæstv. forsætisráðherra sinnti þingskyldum sínum. Það er enginn sem segir að það sé eitthvað eftirsóknarvert að þurfa að fara þá leið að leggja fram dagskrártillögu og það er ekki svo að þingið sé að drukkna í málum og menn sé að beita málþófi af því að verið sé að moka það mörgum stjórnarmálum inn á þingið. Eða kannast hv. þingmenn við það?

Hæstv. forsætisráðherra, hvar sem hann er núna, ætti að reka af sér slyðruorðið og fara að sýna einhvern myndugleik í sínu starfi og svara spurningum um stærsta kosningamál Framsóknarflokksins um afnám verðtryggingar. Við hvað eru menn hræddir? Það var skoðanakönnun fyrir ekki alls löngu um hver væri vinsælasti forsætisráðherra síðustu áratugi og hver var það? Jóhanna Sigurðardóttir. (Forseti hringir.) Ætli hún standi ekki undir því, ekki er samanburðurinn góður varðandi hina sem sinna ekki þingskyldum sínum.