145. löggjafarþing — 25. fundur,  22. okt. 2015.

dagskrá næsta fundar.

[11:27]
Horfa

Kristján L. Möller (Sf):

Hæstv. forseti. Þessi dagskrártillaga er eins og hálfgerður neyðarhemill, notaður þegar Alþingi er sýnd óvirðing eins og hér hefur verið rætt um. Hæstv. sjávarútvegsráðherra talaði um virðingu Alþingis hér áðan og mér er líka mikið í mun að hún sé höfð í heiðri. En virðing Alþingis er ekki virt þegar hæstv. forsætisráðherra neitar því í níu mánuði að gera grein fyrir stefnu ríkisstjórnarinnar og áætlun um afnám verðtryggingar eins og hann lofaði og vann kosningasigur á árið 2013. Það er óvirðingin. Þess vegna neyðist maður til þess að styðja svona tillögu til þess að reyna að fá forsætisráðherra til að skýra stefnu ríkisstjórnarinnar.

Ég minni líka á það að þingmenn Sjálfstæðisflokksins hafa oft notað þessa aðferð, m.a. til að koma í veg fyrir umræðu um stjórnarskrána á síðasta kjörtímabili. (VigH: Það er rangt.) Ég segi já við þessari tillögu.