145. löggjafarþing — 25. fundur,  22. okt. 2015.

dagskrá næsta fundar.

[11:33]
Horfa

Svandís Svavarsdóttir (Vg):

Virðulegi forseti. Ég segi já við þessari tillögu sem er eins konar neyðarúrræði þingsins til þess að freista þess að kalla alla alþingismenn að borðinu til þess að taka ákvörðun um dagskrá. Þetta er tillaga sem hefur verið í umræðunni á fundum þingflokksformanna mánuðum saman. Mánuðum saman hafa þingflokksformenn þrýst á að þessi umræða færi fram að beiðni þingmanns Samfylkingarinnar. Það er mikilvægt að þessi umræða fari fram. Ég vil biðja hæstv. forseta og raunar líka hæstv. fjármála- og efnahagsráðherra ef einhver ágætur ráðherra mundi vilja skila því til hans, að eiga orðastað við hæstv. forsætisráðherra og fara aðeins yfir það hlutverk sem hann gegnir gagnvart þinginu vegna þess að allir aðrir virðast skilja það, þ.e. allir aðrir ráðherrar þingsins og forseti þingsins virðist skilja það að forsætisráðherra á að koma og tala við (Forseti hringir.) Alþingi ef Alþingi óskar eftir því. Ef hann gerir það ekki þá er hann að misskilja sitt hlutverk.