145. löggjafarþing — 25. fundur,  22. okt. 2015.

dagskrá næsta fundar.

[11:35]
Horfa

Vigdís Hauksdóttir (F):

Virðulegi forseti. Hér verðum við vitni að nýrri misnotkun á dagskrá þingsins. Núna er verið að misnota nafnakallið því hér er óskað eftir nafnakalli um dagskrárbreytingartillögu. Hingað til hefur verið hefð fyrir því í þinginu að nafnakalli er einungis beitt í mjög umdeildum málum, [Frammíköll í þingsal.] þeim sem jafnvel snúa að yfirráðum annarra ríkja yfir rekstri þjóðarinnar. (Forseti hringir.) Ég heyri, hæstv. forseti, að hv. þm. Steingrímur J. Sigfússon á bágt með þessi orð mín (Gripið fram í.) þannig að ég haldi áfram með ræðu mína, eins og um umsóknina að ESB og Icesave-samningana alla.

Það er nokkuð ömurlegt að horfa upp á þetta málæði hjá stjórnarandstöðunni og þessa gríðarlegu misnotkun sem á sér stað á öllum dagskrárliðum þingsins og þar með þingsköpum Alþingis Íslendinga. Ég segi nei.