145. löggjafarþing — 25. fundur,  22. okt. 2015.

dagskrá næsta fundar.

[11:41]
Horfa

Helgi Hrafn Gunnarsson (P):

Virðulegi forseti. Ég segi að sjálfsögðu já. Að sjálfsögðu. Ef við hefðum tekið þessa umræðu þá hefðum við verið búin með hana fyrr en við ljúkum hér umræðu um atkvæðagreiðsluna. Það er sjálfsagt að ræða þetta mál.

Sömuleiðis verð ég að nefna að það er mjög þreytandi að hlusta á hv. þingmenn stjórnarmeirihlutans leggja það sífellt til að menn hætti að tala, menn hætti að tala um hlutina, þegar reyndin er sú að ef við tölum meira um hlutina samkvæmt þingsköpum þá mundum við spara tíma með því. Þessi umræða hefur tekið lengri tíma, mun lengri tíma, heldur en ef umræðan hefði verið efnisleg. Og aftur furða ég mig á því að hæstv. forsætisráðherra sé ekki viljugur til þess að ræða þetta. Ég væri æstur í að ræða þetta ef ég væri hann. Þetta er fráleitt, virðulegi forseti. Að sjálfsögðu segi ég já. Að sjálfsögðu.