145. löggjafarþing — 25. fundur,  22. okt. 2015.

alþjóðleg þróunarsamvinna Íslands o.fl.

91. mál
[14:43]
Horfa

Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir (Vg) (andsvar):

Frú forseti. Ég þakka hv. þingmanni svarið. Ég er honum nokkuð sammála um þetta og tel að töluverð eðlisbreyting geti orðið á starfinu. Ég hef meðal annars áhyggjur af því að fjármunirnir verði notaðir á allt annan hátt en gert er í dag, ég tek undir það. Maður hefur það á tilfinningunni þar sem enginn önnur rök hníga að því að þetta geti verið ákjósanlegra en það er í dag.

Við höfum vitnað töluvert í skýrslu sem Sigurbjörg Sigurgeirsdóttir gerði og núverandi utanríkisráðherra kaus að nota ekki en Sigurbjörg hefur haft áhyggjur af því að féð verði notað í það sem við mundum telja viðskiptahagsmuni fremur en almenna þróunarsamvinnu, t.d. í jarðhitaverkefnum og öðru slíku, sem mér skilst, á þeim sem starfað hafa á vettvangi, að ekki sé þörf á að gera.

Ég spyr hv. þingmann hvort hann telji (Forseti hringir.) svo vera og hvort hann telji að einhverjir hagsmunaárekstrar hafi átt sér stað varðandi (Forseti hringir.) vinnu Þóris Guðmundssonar sem við vitum að er hjá Rauða krossi Íslands (Forseti hringir.) en Rauði krossinn er með 300 milljónir í föst verkefni á hverju ári.

(Forseti (ValG): Þingmenn eru vinsamlegast beðnir að virða ræðutíma.)