145. löggjafarþing — 25. fundur,  22. okt. 2015.

alþjóðleg þróunarsamvinna Íslands o.fl.

91. mál
[15:21]
Horfa

Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir (Vg) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég þakka hv. þingmanni fyrir andsvarið. Þetta snýst ekki um að vantreysta Þóri Guðmundssyni. Þetta snýst um það að hér eru tveir fagaðilar sem skila hvor sinni niðurstöðunni og ekki bara það, annar aðilinn er sagður hafa rétt fyrir sér en athugasemdir hins eru virtar að vettugi. Athugasemdir Ríkisendurskoðunar eru virtar að vettugi.

Eins og hv. þingmaður rökstuddi málið hér spyr ég: Hvað hefur ekki verið samhæft? Hvað hefur ekki gengið vel í því fyrirkomulagi sem við höfum í dag? Það er sú gagnrýni sem við erum að kalla eftir. Hún hefur ekki verið rökstudd að mínu mati og margra annarra. Hvers vegna er hann sannfærður um að Ríkisendurskoðun hafi rangt fyrir sér, t.d. þegar hún talar um að framkvæmd og eftirlit eigi ekki að vera á einni og sömu hendi? Mér finnst það skipta miklu máli. Það getur líka haft með það að gera hvernig við leggjum spurningar upp þegar við tökum viðtöl. Það þekkir (Forseti hringir.) hv. þingmaður mætavel.