145. löggjafarþing — 25. fundur,  22. okt. 2015.

alþjóðleg þróunarsamvinna Íslands o.fl.

91. mál
[15:22]
Horfa

Karl Garðarsson (F) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég hélt reyndar að ég væri að spyrja spurninga en ekki hv. þingmaður, en allt í lagi. Hún spyr mig spurninga. Hún talar um tvo fagaðila, það er alveg rétt og hér er mikið látið með skýrslu Sigurbjargar Sigurgeirsdóttur sem var unnin um þetta mál. Sú skýrsla var unnin með þá fyrir fram gefnu stöðu að Þróunarsamvinnustofnun yrði starfrækt áfram. Það liggur alveg fyrir. Í þessari skýrslu var fyrst og fremst fjallað um verklag og skipulag innan þeirrar stofnunar. Hvernig í ósköpunum er hægt að láta þá skýrslu trompa skýrslu Þóris Guðmundssonar sem er byggð á viðtölum við 179 sérfræðinga? Það er óskiljanlegt.