145. löggjafarþing — 25. fundur,  22. okt. 2015.

alþjóðleg þróunarsamvinna Íslands o.fl.

91. mál
[15:28]
Horfa

Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir (Vg) (andsvar):

Frú forseti. Það er ekki skrýtið að hv. þingmaður skilji ekki. Það er akkúrat þetta sem okkur finnst kristallast í þessari umræðu. Það er rosalega tæpur rökstuðningur á bak við hana, skilvirkni, samlegð og eitthvað, ekki nema það eigi að segja fólki upp í stríðum straumum. Það hefur í sjálfu sér ekki komið fram að öðru leyti en því að einhverjar skipulagsbreytingar verða með þessu og ef starfsmenn Þróunarstofnunar Íslands vilja ekki starf sem ráðuneytið nota bene telur sambærilegt og það er ráðuneytið sem ákveður hvort það er sambærilegt þá verða þeir látnir fara. Kannski á bara að fækka fólki og það verði samlegðin og sparnaðurinn, ég veit það ekki. Við höfum verið að hnýta í að eitthvað sé mögulegt, að vonir standi til og eitthvað í þá veru og að ekki (Forseti hringir.) hafi verið færð rök fyrir því að stofnunin hafi ekki staðið sig og svo að sjálfsögðu þessa þverpólitísku sátt.