145. löggjafarþing — 25. fundur,  22. okt. 2015.

alþjóðleg þróunarsamvinna Íslands o.fl.

91. mál
[15:31]
Horfa

Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir (Vg) (andsvar):

Frú forseti. Stórt er spurt. Það styttir kannski upp í tilefni dagsins, þegar hv. þingmaður hefur náð forsetaaldri. Það sem kemur ágætlega fram í rökstuðningi minni hlutans og við höfum margrakið hér, gerðum það í síðustu umræðu þegar þetta mál var til umfjöllunar, er akkúrat það sem þingmaðurinn segir. Margir ráðherrar úr ýmsum flokkum hafa ýtt þessu verkefni frá sér og sagt: Nei, við ætlum ekki að gera þetta. Einhverjir voru reknir til baka, reyndar framsóknarráðherrann Valgerður Sverrisdóttir. Mér finnst þetta kristallast í því að það var þverpólitísk sátt, má segja, ráðherrar, sama hvar flokki þeir stóðu, sögðu: Við förum ekki með þetta í gegn, þetta er ekki skynsamlegt. Það er eitthvað í þessu sem er ekki skynsamlegt. — Nema núna. Og fylkir á bak við sig fólki sem ég trúi ekki að sé sannfært í hjarta sínu um að þetta sé rétt.