145. löggjafarþing — 26. fundur,  2. nóv. 2015.

greining og meðferð barna með ADHD.

278. mál
[16:36]
Horfa

Jóhanna María Sigmundsdóttir (F):

Hæstv. forseti. Ég vil byrja á að þakka hv. þingmanni fyrir þessa fyrirspurn sem er mjög mikilvæg og ég gæti ekki verið meira sammála um það hversu mikilvægt er orðið að fram komi langtímastefnumótun í þessum málaflokki. Þá tel ég að við þurfum að nýta okkur þær upplýsingar sem við höfum til að veita fræðslu, bæði fyrir kennara á öllum skólastigum og foreldra því að börnin eru á ábyrgð fullorðinna. Það er okkar að búa til verkfærin til að hægt sé að aðstoða þau áður en í óefni er komið og efla þannig lífsgæði þeirra. Ég tel mjög ánægjulegt að geðheilbrigðisstefnan sé núna að koma fram í dagsljósið og vonandi er að finna í henni áætlanir um þau skref sem við þurfum að taka til þess að efla enn frekar starf á þessu sviði.