145. löggjafarþing — 27. fundur,  3. nóv. 2015.

tekjuskattur o.fl.

172. mál
[15:49]
Horfa

Vigdís Hauksdóttir (F) (andsvar):

Virðulegi forseti. Það er kannski misjafnt hvernig kynning fer í fólk og annað, en þingflokkur Framsóknarflokksins fékk kynningu á þessu og það var mjög skýrt og skilmerkilegt hvernig að þessari leið er staðið. Þingmenn verða að eiga það við sjálfa sig ef þeir skilja ekki innihald þessa máls. Það er mér alveg óskiljanlegt að þingmenn skuli ekki skilja þetta mál.

Tökum sem dæmi það sem er að gerast með Landsbankabréfið sem var tekið af fyrri ríkisstjórn og var hluti af Icesave-bixinu. Í fyrsta lagi er búið að borga niður af því 150 milljarða og í þessari lagasetningu er verið að færa það bréf að eðlilegri markaðsfjármögnun; það er því ekki lengur skilyrðum háð, virðulegi forseti. Við skulum átta okkur á því að fyrri ríkisstjórn setti þjóðarbúið í hættu með því að færa þetta risastóra skuldabréf inn í Landsbankann. Það var fyrsta verk nýrrar ríkisstjórnar að endursemja um það skuldabréf. Nú er verið að færa það skuldabréf (Forseti hringir.) að lögmálum markaðarins. Ég vona að þessi punktur, virðulegi forseti, hafi eitthvað skýrt málið fyrir virðulegum þingmönnum. (Gripið fram í.)