145. löggjafarþing — 27. fundur,  3. nóv. 2015.

tekjuskattur o.fl.

172. mál
[15:53]
Horfa

Frsm. 2. minni hluta efh.- og viðskn. (Valgerður Bjarnadóttir) (Sf) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég bið forseta og þingheim afsökunar ef ég hef verið svo óskýr í máli mínu að það hafi ekki komið fram að ég er einmitt að fagna því að einhver úrlausn er að nást í málinu. Ég er hins vegar að kvarta yfir því að málið hafi ekki verið sett fram með nógu skýrum hætti, þannig að ég er tortryggin. Það finnst mér leitt. Vegna þess að það hefði verið hægt að setja málið allt þannig fram og skýra það þannig að konan þyrfti ekki að vera tortryggin. Það er það sem ég kvarta yfir. Ég fagna því ef hægt er að leysa málið.

Virðulegi forseti. Ég segi í þriðja sinn: Hvernig um það er búið gerir mig tortryggna.