145. löggjafarþing — 27. fundur,  3. nóv. 2015.

tekjuskattur o.fl.

172. mál
[15:54]
Horfa

Frsm. meiri hluta efh.- og viðskn. (Sigríður Á. Andersen) (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég veit ekki hvernig ég á að skilja svarið, en ég skil að hv. þingmaður sé tortryggin og henni er auðvitað frjálst að vera það. Ég veit ekki hvort ég á að skilja það þannig að hv. þm. Valgerður Bjarnadóttir styðji málið sem er til umfjöllunar annars vegar en hins vegar styðji það að kröfuhafar leysi sín mál með nauðasamningum sín á milli. Það er bara það sem ég vildi aðeins fá fram. Eða hvort hv. þm. Valgerður Bjarnadóttir væri mögulega sama sinnis og mér fannst koma fram í máli hv. framsögumanns 1. minni hluta álitsins þess efnis að skatturinn væri eðlilegri leið og vísaði þá til þess að það væri eitthvað gagnsærra. Ef svo er væri ágætt að heyra hvort hv. þm. Valgerður Bjarnadóttir væri sama sinnis og að hvaða leyti hún teldi það gagnsærra.