145. löggjafarþing — 27. fundur,  3. nóv. 2015.

tekjuskattur o.fl.

172. mál
[15:57]
Horfa

Frsm. 2. minni hluta efh.- og viðskn. (Valgerður Bjarnadóttir) (Sf) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég man þetta svar seðlabankastjórans. Hann var fljótur til svara, ég man það líka.

Það sem ég er að kvarta yfir er af hverju það fylgi ekki þessum málatilbúnaði. Af hverju fylgir það ekki þessum málatilbúnaði að almenningur sleppi úr höftum haustið 2016? Það er það sem ég er að kvarta yfir. Sú áætlun liggur ekki hérna fyrir. Það er alveg hárrétt hjá formanni hv. efnahags- og viðskiptanefndar að seðlabankastjóri svaraði þessu, en ég er að kvarta yfir því að það þurfum við að vita sem sátum á þessum nefndarfundi. Af hverju fylgir það ekki gögnum málsins?