145. löggjafarþing — 27. fundur,  3. nóv. 2015.

tekjuskattur o.fl.

172. mál
[16:00]
Horfa

Frsm. 2. minni hluta efh.- og viðskn. (Valgerður Bjarnadóttir) (Sf) (andsvar):

Það sem ég hef verið að segja er að menn eru hér að fela afsláttinn sem er gefinn. Menn eru að fela hann með 60 milljörðum í bankaskatt, með 150 milljörðum eða hvað það er út af Landsbankabréfi. Það er það sem ég er að segja. (Gripið fram í.) Ef við tökum bara hráar tölur — er hv. þingmaður að segja mér að vera róleg? (FSigurj: Nei, nei, ég var að segja … 250 …) Er þingmaðurinn að biðja mig um að vera rólega? (Gripið fram í.) Þetta er nú, sko, þetta er frægur kvenfyrirlitningartaktur. Mér fyndist að forseti ætti nú að slá aðeins í bjölluna þegar menn segja: Vertu róleg! úti í sal. (FSigurj: Ég sagði það aldrei.) (Gripið fram í: Hvað sagðirðu?) (Gripið fram í: Ég heyrði …)