145. löggjafarþing — 27. fundur,  3. nóv. 2015.

tekjuskattur o.fl.

172. mál
[23:58]
Horfa

Björn Valur Gíslason (Vg) (andsvar):

Virðulegur forseti. Hv. þingmaður sagðist hafa ákveðinn skilning á skilningsleysi þingmanna við umræðu um þetta mál enda skildi hún það ekki til fullnustu sjálf. Ég hafna því að ég hafi fjallað um þetta mál af einhverju skilningsleysi. Ég lúslas frumvarpið sem hér var til umræðu. Ég færði ágætisrök fyrir máli mínu að mínu mati í ræðu minni fyrr í kvöld varðandi þetta frumvarp, ég vitnaði til frumvarpsins hægri, vinstri og færði rök fyrir máli mínu með þeim hætti. Ég bið þingmanninn að útskýra betur hvað hún átti við með skilningsleysi mínu og annarra þingmanna í umræðu um málið. Mér finnst þetta niðurlægjandi tal af formanni þingnefndar sem leggur fram nefndarálit við lagafrumvarp sem er hér til umræðu. Ég óska eftir því að hún útskýri orð sín betur hér.