145. löggjafarþing — 28. fundur,  4. nóv. 2015.

tekjuskattur o.fl.

172. mál
[15:38]
Horfa

Sigríður Á. Andersen (S) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegur forseti. Hv. efnahags- og viðskiptanefnd hefur borist ábending um að frumvarpið sem hér um ræðir þurfi að taka örlitlum frekari breytingum en breytingartillögur meiri hluta efnahags- og viðskiptanefndar gerðu ráð fyrir. Þetta er viðbótarbreyting sem leiðir af breytingartillögu sem liggur fyrir í málinu og þess utan er örlítil árétting á orðalagi breytingartillögu meiri hluta efnahags- og viðskiptanefndar.

Af þessu tilefni ætla ég að óska eftir því að málið gangi til hv. efnahags- og viðskiptanefndar milli 2. og 3. umr. og fái sérstaka umfjöllun þar. Þær breytingartillögur verða þá lagðar fram síðar í þessu máli.