145. löggjafarþing — 29. fundur,  4. nóv. 2015.

tekjuskattur o.fl.

172. mál
[21:11]
Horfa

Oddný G. Harðardóttir (Sf) (um atkvæðagreiðslu):

Frú forseti. Við vorum í gær að ræða það mál sem á að greiða atkvæði um nú. Kallað var eftir hæstv. fjármála- og efnahagsráðherra til að taka þátt í umræðunni (Forseti hringir.) vegna þess að þingmenn voru með margar spurningar sem þurfti að fá svör við en hann lét ekki sjá sig. (Gripið fram í.) En hann kemur hér … (Gripið fram í.) Ég bað forseta um að ná í hæstv. fjármála- og efnahagsráðherra, það var sérstaklega beðið um að hann yrði í salnum til að svara spurningum og hann lét ekki sjá sig. En hann stendur hér í eina mínútu til að segja okkur það að við þurfum ekki að hafa neinar áhyggjur vegna þess að hann sé algerlega viss.