145. löggjafarþing — 29. fundur,  4. nóv. 2015.

um fundarstjórn.

[21:17]
Horfa

Sigríður Ingibjörg Ingadóttir (Sf):

Forseti. Ég vil fara fram á það að þessum fundi verði slitið og fjáraukalög rædd eftir helgi. Hér erum við að tala um nýjar tekjur og ný útgjöld upp á um 10 milljarða kr. sem varða málefnasvið sem við þingmenn höfum sannarlega skoðun á og viljum tjá okkur um. Það er algerlega ólíðandi að það sé fjárlagaumræða á miðvikudagskvöldi fyrir handvömm og stjórnleysi í þinginu. Við sáum að hér var hægt að afgreiða í gegnum nefndir á hálftíma heljarinnar tæknilegar breytingar í stærsta efnahagsmáli kjörtímabilsins að minnsta kosti, þannig að ég held að hæstv. forseti ætti bara að slaka á og slíta fundi og svo tölum við um þessi mál í dagsbirtu.