145. löggjafarþing — 29. fundur,  4. nóv. 2015.

um fundarstjórn.

[21:29]
Horfa

Lilja Rafney Magnúsdóttir (Vg):

Frú forseti. Mér þótti hv. formaður fjárlaganefndar ekki rétta fram neina sáttarhönd. (VigH: Jú.) Í þeirri sáttarhönd fólust bara svipugöng ef ekki yrði gengið að uppleggi hennar í málinu. Það hlýtur að vera þannig að hægt sé að semja um það fyrir fram hversu lengi umræða er. Þetta er auðvitað stórt og mikið mál, fjáraukalögin, og við eigum að bera þá virðingu fyrir þeim að það sé ekki verið að mæla fyrir þeim inn í nóttina. Umræðu getur ekki lokið í þeim málum kl. 12, það segir sig sjálft.

Ég styð þess vegna tillögu hv. þm. Svandísar Svavarsdóttur um að hæstv. ráðherra fái tækifæri til að mæla fyrir málinu og taka andsvör og síðan bíði málið umræðu í næstu viku. (Forseti hringir.) Ég held að það sé það eina skynsamlega í þessu máli og hæstv. ráðherra tekur vonandi undir það.