145. löggjafarþing — 29. fundur,  4. nóv. 2015.

fjáraukalög 2015.

304. mál
[22:09]
Horfa

Brynhildur Pétursdóttir (Bf) (andsvar):

Virðulegi forseti. Mig langar að spyrja út í lið á bls. 78 sem er lækniskostnaður og er upphæðin 1,2 milljarðar. Þetta var það sama á síðasta ári vegna þess að stjórnvöld settu ekki reglugerð sem þau boðuð þó í fjárlagafrumvarpinu. Þetta finnst mér vera mjög alvarlegt.

Við getum verið ánægð með það að kostnaður sjúklinga var lægri en þetta eru engin vinnubrögð. Það er ekki hægt að koma svona eftir á. Þingið samþykki fjárlög þar sem gengið er út frá því að sett yrði reglugerð. Ef markmiðið er að lækka kostnað sjúklinga þá setjum við upphæðina að sjálfsögðu inn í fjárlögin. Ég hefði haldið að þetta væri brot á fjárlögum. Hvað segir hæstv. ráðherra um þetta?