145. löggjafarþing — 30. fundur,  10. nóv. 2015.

framlagning stjórnarmála.

[13:46]
Horfa

Birgitta Jónsdóttir (P):

Forseti. Það væri mjög ánægjulegt ef þingmenn meiri hlutans mundu beita ríkisstjórn sína meiri þrýstingi. Ég legg til að við förum hreinlega í verkfall í nefndunum þar til við fáum mál hingað inn af því að við þekkjum alveg hvernig þetta er. Það er alveg sama hversu tímanlega við reynum að setja þeim mörk um hvenær þeir eigi að skila málum. Afbrigðin eru misnotuð. Ég hef gagnrýnt hvernig þinghaldið er með því að fara viðstöðulaust fram á að við afgreiðum mál blindandi. Við eigum ekki að láta framkvæmdarvaldið snúa og stjórna lagasetningu í landinu. En það eru hv. þingmenn meiri hlutans sem hafa hin raunverulegu völd til að gera eitthvað til að breyta þessu.