145. löggjafarþing — 30. fundur,  10. nóv. 2015.

fjáraukalög 2015.

304. mál
[18:42]
Horfa

Lárus Ástmar Hannesson (Vg) (andsvar):

Forseti. Ég þakka hv. þm. Guðlaugi Þór Þórðarsyni fyrir hans innlegg hér og spurningu. Vissulega má segja að það hafi verið samþykkt í síðustu ríkisstjórn að selja hlut í banka. Ekki er þar með sagt endilega að það sé rétt að gera það. Það þýðir ekkert að hanga í því haldreipi. Ef það er orðið rangt í dag þá verða menn bara að taka þá umræðu. Hv. þm. Guðlaugur Þór Þórðarson sagði hér oft áðan: Við erum í núinu. Og við skulum bara vera þar áfram líka varðandi þetta mál.

Varðandi það hvort að stjórnmálamenn eigi að vera að vasast í málefnum er snúa að, ef ég skildi það rétt, póst- og fjarskiptamálum, þá er ég alveg á því að við eigum klárlega að gera það. Ef það þjónar hagsmunum hinna dreifðu byggða þá eigum við að gera það og hafa kjark til þess.