145. löggjafarþing — 30. fundur,  10. nóv. 2015.

tekjustofnar sveitarfélaga.

263. mál
[19:13]
Horfa

Heiða Kristín Helgadóttir (Bf):

Virðulegi forseti. Mig langaði alls ekki að lengja þetta meira en þarft er en mér fannst ástæða til að koma hingað upp og taka undir það með hæstv. ráðherra að ekki sé verið að hrófla við hlutverki Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga, eins og ég skil málið, um að jafna aðstöðumun og tekjur og annað sem minni sveitarfélög hafa gagnvart þeim stærri, heldur sé um sérákvæði að ræða og sérstakar aðstæður því að stærri sveitarfélög hafa raunverulega orðið af tekjum vegna þessarar skattundanþágu.

Mér finnst mjög mikilvægt að horft sé til þess svo að við förum ekki ofan í einhverjar aldagamlar grafir um muninn á milli stærri og minni sveitarfélaga því að mér finnst það einfaldlega ekki eiga við í þessu tiltekna máli. Ég held að hér hafi verið farið í sanngjarna lausn á flóknu máli.