145. löggjafarþing — 31. fundur,  11. nóv. 2015.

samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks.

157. mál
[15:49]
Horfa

Birgitta Jónsdóttir (P) (um atkvæðagreiðslu):

Forseti. Ég fagna því að við tökum hænuskref en legg til að við förum að taka tröllaskref í þessum málaflokki. Til að setja hlutina í samhengi er hér til dæmis ein breyting, í stað orðsins „fávita“ í 222. gr. laganna kemur: einstaklingi með þroskahömlun. Við erum með þvílíka drauga í lagasetningu hér á landinu og það er með ólíkindum hvað þetta tekur langan tíma.

Okkur vantar mörg mál til að afgreiða hér á þinginu. Tökum tröllaskref og innleiðum þennan mikilvæga sáttmála sem mun auka réttindi þeirra sem við eigum að tryggja að séu aðstoðuð og hjálpum sem frekast því að þau þurfa svo sannarlega á því að halda.