145. löggjafarþing — 31. fundur,  11. nóv. 2015.

náttúruvernd.

140. mál
[17:43]
Horfa

umhverfis- og auðlindaráðherra (Sigrún Magnúsdóttir) (F) (andsvar):

Virðulegi forseti. Það ríkir mikill sáttarhugur á Alþingi Íslendinga í dag og það mikils virði varðandi þetta mikilvæga mál, náttúruverndina. Eiginlega finnst mér það ekki skrýtið ef við lítum á hvaða dagur er í dag, 11.11., sem er frægur friðardagur, en þá lauk fyrri heimsstyrjöldinni. Ég held því að við finnum fyrir einhverjum friði í brjósti okkar núna. Góð umgengni er náttúrlega gríðarlega mikils virði á flestöllum sviðum. Það er kannski eitt stærsta umhverfismálið að við tileinkum góða umgengni bæði í náttúrunni, sem við ræðum hér, og gagnvart mörgu öðru. Það er líka verið að tala um að bæta umgengni varðandi mat, það er stórt umhverfismál. Það er það sem koma skal að láta fólk skilja að góð umgengni á öllum sviðum er mjög mikilvæg.

Sú sem hér stendur var í Singapore nú síðla sumars og dáðist ég að því hvernig öllu er haldið hreinu þar.