145. löggjafarþing — 32. fundur,  12. nóv. 2015.

framlög til Aflsins á Akureyri.

[10:39]
Horfa

félags- og húsnæðismálaráðherra (Eygló Harðardóttir) (F):

Virðulegi forseti. Ég ítreka það sem ég sagði. Fjárlagafrumvarpið er núna í höndum þingsins. Það er Alþingi sem hefur endanlegt ákvörðunarvald um það hvernig fjármunum er ráðstafað. Ef það verður niðurstaða þingsins að tilgreina sérstaklega aukið fjármagn til Aflsins þá munum við að sjálfsögðu fara eftir því sem þingið vill. (Gripið fram í: … gera þjónustusamning.)

Ég vil líka ítreka það að við höfum lagt mikla áherslu í ráðuneytinu að viðhafa fagleg vinnubrögð varðandi úthlutun á velferðarstyrkjunum og við munum halda áfram að gera það.