145. löggjafarþing — 33. fundur,  12. nóv. 2015.

náttúruvernd.

140. mál
[13:51]
Horfa

Róbert Marshall (Bf) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Ég vil örstutt ítreka það að sú breytingartillaga sem greidd verða atkvæði um hér á eftir í þessu máli um utanvegaakstur er til að hnykkja á og skýra það, sem ég veit að er afstaða allra nefndarmanna í umhverfisnefnd, að með orðalagi ákvæðis um utanvegaakstur er ekki verið að veita þeim sem starfa við landbúnað heimild til að aka utan vega inni á miðhálendinu, þannig að það sé alveg á hreinu. Það er skilningur allra sem í nefndinni eru og okkur greinir kannski fyrst og fremst á um hversu fast þurfi að kveða að orði í þeim efnum.