145. löggjafarþing — 33. fundur,  12. nóv. 2015.

stefna og aðgerðaáætlun í geðheilbrigðismálum til fjögurra ára.

338. mál
[14:11]
Horfa

Sigríður Ingibjörg Ingadóttir (Sf) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég þakka svörin. Það var ágæt skýring við A.6 og svo væri ánægjulegt ef okkur tækist að ná fram breytingu núna við 2. umr. fjárlaga og fengjum inn fjármuni fyrir barna- og unglingageðdeildina. En varðandi A.9 vil ég spyrja aðeins nánar. Í hvað eiga þessar 33,1 millj. kr. að fara, hvernig er það framlag hugsað? Þetta er einskiptisframlag, er þetta einhvers konar stofnframlag til aðstoðar sveitarfélögunum eða hvað er inni í þessari fjárhæð? Hvernig er hún hugsuð?