145. löggjafarþing — 34. fundur,  16. nóv. 2015.

varamenn taka þingsæti.

[15:04]
Horfa

Forseti (Einar K. Guðfinnsson):

Borist hefur bréf frá 3. þm. Suðvest., Ragnheiði Ríkharðsdóttur, um að hún geti ekki sótt þingfundi á næstunni. Í dag tekur því sæti á Alþingi 1. varamaður á lista Sjálfstæðisflokksins í kjördæminu, Óli Björn Kárason.

Óli Björn Kárason hefur áður tekið sæti á Alþingi og er boðinn velkominn til starfa að nýju.

Þá hefur borist bréf frá formanni þingflokks Pírata um að hv. 10. þm. Reykv. n., Helgi Hrafn Gunnarsson, geti ekki sótt þingfundi á næstunni. Í dag tekur því sæti fyrir hann á Alþingi 1. varamaður á lista Pírata í kjördæminu, Halldóra Mogensen.

Halldóra Mogensen hefur áður tekið sæti á Alþingi og er boðin velkomin til starfa.

Borist hefur bréf frá formanni þingflokks Sjálfstæðisflokksins um að 13. þm. Suðvest., Elín Hirst, geti ekki sinnt þingstörfum á næstunni. Í dag tekur því sæti á Alþingi 2. varamaður á lista Sjálfstæðisflokksins í kjördæminu, Karen Elísabet Halldórsdóttir. 1. varamaður á lista í kjördæminu tekur einnig sæti á Alþingi í dag.

Kjörbréf Karenar Elísabetar Halldórsdóttur hefur þegar verið rannsakað og samþykkt, en hún hefur ekki áður tekið sæti á Alþingi og ber því að undirskrifa drengskaparheit að stjórnarskránni.

 

[Karen Elísabet Halldórsdóttir, 13. þm. Suðvest., undirritaði drengskaparheit að stjórnarskránni.]