145. löggjafarþing — 35. fundur,  17. nóv. 2015.

tilkynning um skrifleg svör.

[13:32]
Horfa

Forseti (Einar K. Guðfinnsson):

Borist hafa tvö bréf frá velferðarráðuneytinu þar sem óskað er eftir fresti til að veita skrifleg svör við fyrirspurnum á þskj. 316 og 317, um útgjöld vegna sérfræði-, ráðgjafar- og kynningarstarfa, frá Katrínu Jakobsdóttur.

Einnig hafa borist tvö bréf frá fjármála- og efnahagsráðuneytinu þar sem óskað er eftir fresti til að veita skrifleg svör við fyrirspurn á þskj. 330, um kostnað við sérstakan gjaldmiðil, frá Björgvini G. Sigurðssyni, og fyrirspurn á þskj. 323, um skuldauppgjör einstaklinga, félaga og fyrirtækja við fjármálastofnanir í meirihlutaeigu ríkisins, frá Jóni Gunnarssyni.