145. löggjafarþing — 36. fundur,  18. nóv. 2015.

um fundarstjórn.

[15:59]
Horfa

Oddný G. Harðardóttir (Sf):

Herra forseti. Mér finnst það gerast of oft í þessum þingsal að hv. þingmenn óska eftir að hæstv. ráðherrar komi í þingsal til að taka við þá umræðuna og svara spurningum í erfiðum málum og þeir hlýða ekki kalli hæstv. forseta. Ég vil eins og aðrir hv. þingmenn óska eftir því að hæstv. utanríkisráðherra komi í salinn. Hér fyrr í umræðunni hefur mörgum spurningum verið varpað fram sem aðeins hæstv. ráðherra getur svarað. Það mundi sannarlega greiða fyrir umræðu um málið ef hæstv. ráðherra kæmi hingað, svaraði þeim spurningum sem út af standa og svo gætu hv. þingmenn haldið áfram með umræðuna í málinu. Ég óska eftir því eins og aðrir hv. þingmenn sem talað hafa á undan mér undir þessum lið að hæstv. ráðherra komi hér.