145. löggjafarþing — 36. fundur,  18. nóv. 2015.

um fundarstjórn.

[16:07]
Horfa

Ögmundur Jónasson (Vg):

Hæstv. forseti. Hæstv. ráðherrum er í lófa lagið að stytta umræðu um mál sem þeir leggja áherslu á að nái skjótt fram að ganga í þinginu einfaldlega með því að verða við óskum um að vera viðstaddir viðræðurnar og standa fyrir sínu máli. Við höfum orðið vitni að því í vetur að hæstv. heilbrigðisráðherra hefur neitað að vera viðstaddur umræðu um ÁTVR-málið. Hann hefur neitað að koma til umræðunnar. Hæstv. forseti hefur margítrekað komið skilaboðum til þess ráðherra á framfæri. Nú endurtekur þetta sig með Þróunarsamvinnustofnun.

Ég verð að segja að mér finnst ekki síður alvarlegt ef það er rétt að málið hafi verið tekið út úr utanríkismálanefnd þingsins án þess að farið hafi verið yfir umsagnir eins og nefndarmenn (Forseti hringir.) óskuðu eftir. Ég bíð þess að hv. formaður þeirrar nefndar komi hingað og geri okkur grein fyrir þeirri stöðu.