145. löggjafarþing — 36. fundur,  18. nóv. 2015.

alþjóðleg þróunarsamvinna Íslands o.fl.

91. mál
[18:08]
Horfa

Katrín Júlíusdóttir (Sf) (um fundarstjórn):

Virðulegi forseti. Ég tek undir þá ósk að umræðunni verði frestað þangað til ráðherrann sér sér fært að koma hingað.

Ástæðan sem ég tiltek fyrir því er sú að við sjáum að það er gríðarlega mikil andstaða við þetta mál og það eru líka ýmis álitaefni í greinargerðinni með því. Ég hefði haldið að menn sem sinna utanríkismálum í ráðuneytunum vildu hafa frið um stóru málaflokkana sína. Við höfum nú mörg hver lagt til í umræðunum hingað til að reynt verði að setjast niður að sáttaborði um málið og reynt að ná saman um hvernig fara beri fram með það af því að ég veit að það er hægt. En það virðist vera hlaupin einhver kergja í stjórnarflokkana í þessu máli sem ég skil ekki alveg hvaðan kemur. Ég óska því eftir því fyrst svona mikil andstaða er við málið að ráðherrann komi hingað og setjist niður með okkur og við ræðum með hvaða hætti við getum leyst úr þeirri deilu sem hér er uppi.