145. löggjafarþing — 36. fundur,  18. nóv. 2015.

alþjóðleg þróunarsamvinna Íslands o.fl.

91. mál
[19:05]
Horfa

Steinunn Þóra Árnadóttir (Vg) (um fundarstjórn):

Herra forseti. Ég ítreka það sem ég sagði fyrr í dag, mér finnst mjög bagalegt að hæstv. ráðherra sé ekki við 2. umr. vegna þess að þetta mál snýr svo beint að honum og hans ráðuneyti. Þetta snýr ekki bara að þinginu og hinni þinglegu meðferð og þess vegna finnst mér ekki nóg að hér í salnum sé einungis formaður hv. utanríkismálanefndar, eins góð og hún er.

Svo finnst mér líka alveg sárgrætilegt í hvaða furðulega átakafarveg þetta mál er komið, átakafarveg þar sem enginn tekur til máls nema stjórnarandstaðan. Þeir hv. þingmenn sem þó settu nafnið sitt undir nefndarálit meiri hluta utanríkismálanefndar og hvetja til þess að frumvarpið verði samþykkt óbreytt sjást ekki í umræðunni. Við verðum að fá ráðherrann og (Forseti hringir.) fyrst þá getum við náð hér upp almennilegri umræðu.