145. löggjafarþing — 37. fundur,  19. nóv. 2015.

áhrif ferðamannastraums á grunnþjónustu sveitarfélaga.

[10:44]
Horfa

Margrét Gauja Magnúsdóttir (Sf):

Virðulegi forseti. Ég þakka fyrir þessi svör. Hæstv. ráðherra er líka ráðherra sveitarstjórnarmála og þetta er gríðarlega þungur málaflokkur, farinn að snerta mörg sveitarfélög í landinu. Þau eru 74 í dag og eru mörg að verða fyrir barðinu á þessu, ég kýs að orða það þannig. Alþingi þarf að fara að hugsa um þessa þætti af fullum þunga. Þetta er ekki bara byggðastefna, þetta snertir grunnlífsgæði almennings í landinu.

Þetta er áhyggjuefni og ég hvet ekki eingöngu ráðherra heldur alla þingmenn til að skoða þessi mál og huga að því að við finnum á þessu lausnir.