145. löggjafarþing — 37. fundur,  19. nóv. 2015.

viðvera utanríkisráðherra við umræðu um ÞSSÍ.

[11:30]
Horfa

Margrét Gauja Magnúsdóttir (Sf):

Virðulegi forseti. Ég verð nú að segja að ég var hissa, sem gerist ekki oft, en ég er eiginlega orðlaus. Lýðræði felst í því að það á að færa rök fyrir máli sínu. Til þess er þessi stofnun, Alþingi, hv. þm. Vigdís Hauksdóttir. Það er meginhlutverk þingmanna, til þess eruð þið kjörin. Þið eruð hér í vinnu fyrir almenning sem á skilið umræðu og á skilið rökfærslu og á að skilið að fá að heyra hver rökin eru með eða á móti. (Gripið fram í.) Ef það er ekki til (Gripið fram í.) … hér hefur almenningur tækifæri til að mynda sér skoðun, ekki í nefnd.