145. löggjafarþing — 37. fundur,  19. nóv. 2015.

viðvera utanríkisráðherra við umræðu um ÞSSÍ.

[11:35]
Horfa

Vigdís Hauksdóttir (F):

Virðulegi forseti. Ég vil í upphafi byrja á því að þakka fyrir afar góða kynningu sem Framsóknarflokkurinn hefur fengið í þessum lið um fundarstjórn forseta. Það er mikið um að vera og hæstv. utanríkisráðherra er í kjördæmi sínu á fundum og hittir kjósendur sína sem er skylda þingmanna. (Gripið fram í.) Hann hefur nú þegar afhent þinginu þetta mál sem er að lenda hér í miklu málæði.

Virðulegi forseti. Ég fékk þarna alveg nýja skýringu á því hvað lýðræði þýðir raunverulega. Jú, lýðræði virðist þýða það í dag hér í þinginu að minni hlutinn ráði. Þetta er nokkuð skrýtin, frjálsleg túlkun. Hér er kallað eftir skoðanaskiptum og að stjórnarþingmenn eigi að koma hér upp og tjá sig í máli þessu.

Virðulegi forseti. Hér er málfrelsi og þeir þingmenn taka til máls sem það vilja. Ég er mjög á móti (Forseti hringir.) málæði. Þess vegna er algerlega ástæðulaust hjá minni hlutanum að kalla eftir því að (Forseti hringir.) þingmenn stjórnarflokkanna komi hér upp ef þeir hafa ekkert meira um málið að segja.