145. löggjafarþing — 37. fundur,  19. nóv. 2015.

alþjóðleg þróunarsamvinna Íslands o.fl.

91. mál
[12:24]
Horfa

Lárus Ástmar Hannesson (Vg) (um fundarstjórn):

Forseti. Mig langar að velta því upp sem hér hefur komið fram: Hvernig á þetta mál að geta gengið þegar enginn er til þess að svara fyrir það?

Nú er hæstv. ráðherra, var í gær alla vega, vestur á Ísafirði. Það er nú fallegt á Vestfjörðum og á Ísafirði ekki síst, ég þekki það alveg ljómandi vel, og gott að vera þar. Svo skilst mér að hann ætli að keyra í dag, eða hafi farið í gærkvöldi, norður í Skagafjörð á annan fund með flokksfélögum sínum úr Framsóknarflokknum. Það getur verið ágætur fundur. Ég veit ekkert um það. En mér finnst einhvern veginn mikilvægara að ráðherra sé hér til að fara yfir þessi mál með okkur, því að þetta er risastórt mál.

Ég beini því til forseta að hann geri það sem í hans valdi stendur til þess að stöðva þessa umræðu þannig að hægt sé að taka hana á einhverjum vitrænum grunni.